Runner

 

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

30.8.03

 
Jæja, þá er maður bara byrjaður venjulega rútínu þó nýrnasteinakastið fyrir viku síðan hafi nú gert strik í reikninginn. Hljóp 28 km í dag, við hlupum saman ég og Eddi á rólegu notarlegu tempói og var endurnærður á eftir. Anna og Óli ætla að bjóða okkur í mat í kvöld þannig að maður þarf lítið að hafa fyrir lífinu í dag. Nú eru bara 4 vikur í Búdapest maraþonið og vaxandi tilhlökkun, ætla í brúarhlaupið á Selfossi 6/9 og reyna að vera undir 1:40 í hálfu er takmarkið. Spjallaði við Ingólf Sveinsson sem var í slagtogi með okkur í morgun (en hann fór Elliðarvatnshringinn) og vorum sammála um að ýmisslegt mætti betur fara í heilbrigðiskerfinu. Katrín er nú komin á skrið í ballettinum og Gunnar í sinni vinnu hjá Reykjavíkurborg og hjá Listasafninu í kaffisölunni um helgar. Nú tekur Gunnar því bara rólega og stundar sínar hljómsveitaræfingar þangað til að alvaran byrjar í Óðinsvéum í febrúar en hann komst inn í læknadeildina þar og virðist bara alsæll. Komið er nafn á hljómsveitina, "Heilbrigðiskerfið", en ég stakk um á nafninu "Tinnitus" sem mér finnst reyndar betra en hann ætlar að diskutera þetta á næstu hljómsveitaræfingu.